Post date: Dec 29, 2010 1:27:37 AM
1 mangó (u.þ.b. 250 - 300 g án steins)
1/2 bolli sykur
1/2 bolli borðedik 7%
2 msk borðedik 7%
1 tsk engifer skorinn smátt
1 hvítlauksrif
1/4 bolli rúsínur
1/2 tsk chili duft ( meira ef þið viljið hafa sterkara, 1/2 tsk rífur alveg í)
1 tsk mustard seed ( ekki nauðsynlegt)
2 tsk salt
Afhýða mangóið og skera í litla bita. Setja sykur og 1/2 bolla af borðediki í pott og hitið í 10 mínútur.
Setjið engifer, hvítlauk, rúsinur (má líka hafa þær heilar), smá af mangóinu og 2 msk af borðediki í hakkara og hakkið í spað.
Setjið í pottinn og hitið í aðrar 10 mínútur. Setjið mangóið og kryddið útí og látið bulla á lægsta hita í 25 mínútur, hrærið í. Að þeim tíma liðnum á blandan að vera orðin þykk. Setjið í eina meðalstóra krukku sem búið er að hita.