Post date: Nov 10, 2010 6:2:59 PM
Bókin segir 40-50 stk
Þetta er uppskrift úr gamalli uppskriftabók sem Fanney amma hans
Óla gaf okkur þegar hún var að taka til í bílskúrnum. Ég geri
oftast hálfa uppskrift og fæ um 20 snúða.
2 msk þurrger - eða 50 g pressuger
2 msk sykur
1 tsk hjartarsalt - ef það er ekki til hjartarsalt er hægt að nota matarsóda.
4 dl mjólkurbland - blanda af ca. 2,5 dl af mjólk og 1,5 dl af heitu vatni þ.a. blandan verði um 30°C
150 g smjör - brætt en samt ekki sjóðheitt þegar því er bætt útí.
12 dl hveiti
Fylling:
400 g marsipan
1 egg
4 msk sykur
2 msk kanill - blandið við sykurinn
1/2 msk vanillusykur - blanda við kanilsykurinn
Til að pensla með:
1 egg -má sleppa
Leysið gerið upp í volgu mjólkurblandinu. Bætið hjartarsalti og
sykri út í. Setjið helminginn af hveitinu út í, hrærið og bætið
svo smjörinu saman við. Blandið restinni af hveitinu saman við og
hrærið vel. Sejið í skál og látið hefast á hlýjum stað í 30-40 mín.
Hrærið saman marsípan og egg og blandið kanilsykur í fyllinguma
(EKKI samt blanda kanilsykrinum og marsípaninu saman). Skiptið
deiginu í tvo hluta. Fletjið deigið út í ferkantaðar ílangar kökur
(tvær 35x50). Dreifið marsípanblöndunni jafnt yfir báðar kökurnar.
Stráið kanilsykrinum yfir.. Rúllið deiginu upp frá breiðari endanum.
Skerið rúllurna í sneiðar, raðið þeim í pappírs- eða ál-múffumót.
Penslið snúðana með eggi eða vatni og stráið e.t.v. perlusykri yfir.
Látið hefast í 30 mín með klút yfir. Hitið ofninn í 225°C. Bakið
snúðana í miðjum ofni í 8-10 mín.