Post date: Nov 10, 2010 11:8:12 PM
Þetta er breytt uppskrift af kökum sem ég bakaði einu sinni og fannst ekki alveg nógu góðar. Þetta gerir u.þ.b. 22 smákökur
75 g smjörlíki
2/3 bolli púðursykur
1 egg
1/3 bolli ab-mjólk
1/3 tsk vanillusykur
1/3 tsk lyftiduft
1/3 tsk matarsódi
1/6 tsk salt
1/3 tsk kanill
1/2 bolli hveiti
1 1/3 bolli hafragrjón
Val:
1/3 bolli hnetur
1/3 bolli rúsínur
1/3 bolli súkkulaðibitar
Þeytið saman mjúkt smjörlíki og púðursykur þar til það er "létt og ljóst". Bætið egginu saman við og hrærið áfram í 1 mín. Bætið vanillusykrinum og ab-mjólkinni saman við. Blandið saman hveitinu, matarsódanu, lyftiduftinu, kanelnum og saltinu og bætið við deigið. Að lokum bætið útí haframjölinu og því sem þið völduð að hafa útí.
Bakið við 175°C í 12-15 mín.