Þessa uppskrift fékk ég hjá Írisi vinkonu.
(Handa 4)
5 Kjúklingabringur
Satay sósa (choice)
1 pakki kúskús með bragði (t.d. maraccoan spices & sultanas eða Indian style)
1 poki spínat (eða eftir smekk)
½ bolli sólþurrkaðir tómatar
½ bolli fetaostur
1/3 bolli ristuð graskers- og sólblómafræ
Rauðlaukur eða púrrulaukur
Meðlæti:
mango chutney og brauð fínt, naan brauð
Kjúklingabringur skornar í bita og marineraðar í Satay sósu í 1-2 tíma. Eftir það eru þær steiktar á pönnu við lágan hita.
Búið til kúskús skv. leiðbeiningum á pakka.
Blandað saman kúskús, spínati, niðurskornum sólþurrkuðum tómötum, fetaosti, ristuðum graskers- og sólblómafræjum, lauk og niðurskornum kjúkling.
1. Spínat sett á fat
2. kúskús blanda + 1/3 spínat blandað saman
3. kjúklingur settur ofan á
4. fetaostur efst.