Fyrir 2-3
1 Saltaður svínaskanki
2 greinar af rósmarín eða 1 msk þurrkað rósmarín
1/2 grænmetis-, svína- eða kjúklingateningur
1 laukur
2 hvítlauksrif
10 piparkorn
5 gulrætur
Annað rótargrænmeti
Þrífið svínaskankann og þerrið. Flysjið grænmetið og skerið í 3x3 cm bita. Setjið allt í steikningarpott með loki og bætið 1 lítra af heitu vatni ofaní (það á að fljóta aðeins upp á skankann). Hitið ofninn í 250°C setjið steikingarpottinn án loks inn í ofninn og bakið í 10 mín. Setjið lokið á pottinn og lækkið hitann í 150°C og bakið í 2 tíma í viðbót eða þar til kjarnhitinn er orðinn 70°C.
20 mín áður en að steikin er tilbúin er meginpartur af soðinu tekið úr pottinum. Soðið er soðið niður u.þ.b. helming. Sósan þykkt með blöndu af hveiti og mjólk. Rjóma bætt útí.