1 tsk þurrger
1 tsk + 2 msk sykur
1/2 bolli volgt vatn
2 msk olía
1 egg
1/4 tsk salt
2 bollar hveiti
Blanda saman ger, 1 tsk sykur og tæplega 1/2 bolla af volgu vatni.
Hrærið svo olíu, eggi, restinni af sykrinum og saltinu saman við.
Hrærið hveiti smám saman saman við og hnoðið vel þar til deigið er mjúkt.
Berið olíu á innanverða skál, setjið deigið ofaní, hyljið með plastfilmu og látið hefast í 1 klst eða þar til það er tvöfalt að stærð.
Sláið úr því loftið, hyljið aftur og látið hefast í 30 mín í viðbót.
Skiptið í 3 hluta og fléttið saman. Látið hefast í 1 klst. Penslið með slegnu eggi og bakið við 190°C í 30-40 mín. Kjarnhiti 95°C.