Post date: Jan 07, 2011 11:18:48 AM
Rauð sósa:
500 g nautahakk
30 g pepperoni (ekki nauðsynlegt)
1 laukur saxaður smátt
2 hvítlauksrif kramin
1 msk þurrkuð steinselja
1 msk oregano
1 msk basil
salt og pipar eftir smekk
2 dósir hakkaðir tómatar
1 stór dós/2 litlar dósir tómatapurra
Steikið laukinn, hvítlaukinn og svo nautahakkið og bætið öllu öðru útí. Ég steiki nautahakkið á pönnu en laukinn í pottinum sem ég ætla að nota undir rauðu sósuna. Látið malla í hálftíma til 1 klst.
Hvít sósa:
Lítil dós kotasæla
100 g rjómaostur
1 dl mjólk
2 egg hrærð
2 msk þurrkuð steinselja
1/2 bolli rifinn parmesan ostur (eða annar sterkur ostur)
Rifinn ostur til að setja ofaná.
Setjið allt saman í skál og þeytið saman.
Pastadeig (má nota tilbúnar plötur):
250 g hveiti
smá salt
3 egg
1 msk ólífuolía
1 msk vatn
Setjið hveiti á borð og brjótið eggin ofaní litla holu. Hellið olíunni ofaná og saltið lítið eitt. hrærið svo eggjunum saman við hveitið með puttunum. Hnoðið þar til deigið er allt komið saman. Hægt er að bleyta aðeins í deiginu ef það er of þurrt eða strá smá hveiti yfir ef það er of blautt. Geymið í 30 mín í plastfilmu áður en það er flatt út.
Samsetning:
Setjið smá af hvítu sósunni í botninn á eldföstu formi (ég nota 35x25x6cm) áður en lasagne "plötum" er raðað á botninn. Ofan á plöturnar er sett rauð sósa og smá hvít sósa ofan á, plötur, rauð+hvít sósa og plötur. Þetta er endurtekið þar til formið er fullt. Ég enda á plötum og set síðan hvíta sósu ofaná en líka hægt að endar á plötum og setja restina af rauðu sósunni ofaná.