Post date: Nov 21, 2010 2:18:57 AM
500 g laukur (hvítir, gulur, shallot eða bland)
3 rauðir chilipipar
1/2 bolli edik
2,5 tsk cummin duft
100 g sykur
Saxið laukinn mjög smátt og sjóðið í edikinu í potti með lokinu á þar til hann er glær. Fræhreinsið chili-inn og saxið smátt. Takið 2 msk af lauknum og chili-inn og maukið ásamt cumminduftinu í hakkara. Blandið útí laukinn ásamt sykrinum og látið malla í svolitla stund. Setjið í tvær heitar sultukrukkur setjið lokið á og kælið.