Blanda saman í skál
4 bollar tröllahafrar
1 bolli heslihnetur saxaðar létt
1/3 bolli sólblómafræ
1/3 bolli kasjúhnetur saxaðar létt
Blanda saman í potti og láta malla þar til blandað saman
1/3 bolli hunang
1/4 bolli olía
1/4 bolli púðursykur
1/2 tsk vanillusykur
1/4 tsk kanill
Hella yfir tröllahafrana, blanda saman og skella inn í ofn við 125°C í 1 klst.