Post date: Nov 10, 2010 10:37:53 PM
Þetta er réttur sem við erum mikið með núna.
1 laukur
1 paprika
3 gulrætur - rifnar eða skornar í sneiðar <br
4 kartöflur - soðnar skrældar og skornar í teninga
1 dós kjúklingabaunir
2-3 dl kókosmjólk
3 msk karrýmauk
Einnig hægt að hafa:
Maisbaunir, brokkolí, blómkál og annað sem til fellur við almennan heimilisrekstur
Laukurinn steiktur í olíu á stórri pönnu þar til hann er glær. Karrýmaukinu blandað saman við og kartöflurnar stektar með. Kókosmjólkinni hrært saman við og grænmetinu blandað saman við. Látið malla í 20 mín. Gott er að hafa couscous eða búlgur með.