Post date: Apr 21, 2011 9:11:1 AM
250 g dökkt súkkulaði
120 ml rjómi (35-40% fita)
2 msk smjör (28 g) skorið í litla bita
2 msk áfangt "bragðefni" (Grand Marnier, kirsch, romm, Kahlua eða Bailys)
eða minna af öðru bragðsterkara bragðefni.
Kakó/flórsykur/hnetumulningur/kókosmjöl til að húða.
Saxið súkkulaðið og setjið í skál, hitið rjóman og smjör að suðu og hellið yfir súkkulaðið. hrærið í með sleif. Ef súkkulaðibitarnir bráðna ekki alveg (þá voru þeir ekki nógu litlir) er hægt að setja yfir vatnsbað í örlítinn tíma eða í örbylgjuofn í 20 sek. Bætið bragðefninu saman við ef þið notið. Geymið í kæli yfir nótt. Blandan á að harðna þannig að hægt er að móta kúlur úr henni með höndunum. Veltið upp úr kakó/flórsykri/hnetumulningi/kókosmjöl.