Post date: Apr 21, 2011 8:57:18 AM
360 gr döðlur
240 g smjör
120 g púðusykur
3 bollar rice crispies
100-200 g suðusúkkulaði
Döðlur, smjör, púðusykur er allt sett saman í pott og brætt saman við vægan hita þangð til þetta er orðið að mauki. Gott er að hræra vel í þessu á meðan þetta er að maukast. Svo setur maður rice crispies út í og hrærir saman.
Þetta er sett í ferkanntað mót með smjörpappír í botninum, síðan er 200 gr.suðusúkkulaði brætt og hellt yfir. Svo er þetta sett í frysti þangað til súkkulaðið er storknað og svo skorið í litla teninga.