Post date: Apr 26, 2011 11:30:26 PM
4 eggjarauður
60 g sykur
2 tsk vanillusykur
2 ½ dl mjólk
5 dl þeyttur rjómi
1 pk Remi mintukex saxað smátt.
Þeytið saman eggjarauður og sykur og vanillusykur vel í hitaþolinni skál. Hitið mjólkina að suðu og hrærið saman við eggjahræruna. Hitið yfir vatnsbaði og þeytið þar til blandan þykknar.Kælið og blandið svo þeytta rjómanum saman við og frystið. Takið úr frysti eftir klukkustund og hrærið með gaffli. Setjið aftur í frysti en hrærið eftir aðra klukkustund, blandið þá mintukexinu saman við.