Post date: Nov 10, 2010 11:30:0 PM
Þessi kaka er bökuð um hver jól í móðurfjölskyldu minni.
1 kg hveiti
300 g smjörlíki
2 egg
2 tsk matarsódi
2 tsk kanill
1-1 1/2 tsk negull
1 bolli sýróp
(eða 1 dós af sýrópi)
Hnoða öllu saman þar til það myndar samfellt deig. Fletjið út 3 kökur í ca. 33x28 cm. Baka við 180°C í 12 mín eða þar til kominn er smá brúnn litur á kökuna. Ekki baka of mikið því að þá verður kaka stökk.
1 1/2 - 2 pakkar flórsykur
200 g smjör eða smjörlíki
1/2 tsk salt
1 egg
1 tsk vanillusykur
Hrærið allt saman og setjið á milli kakanna þegar þær eru orðnar kaldar.