Post date: Nov 21, 2010 2:20:18 AM
Þessi uppskrift kemur úr jólablaði moggans frá 1953.
6 blöð af matarlími.
2 egg.
75 gr sykur.
Rifinn börkur af 1/2 sítrónu.
4 dl þeyttur rjómi.
Safi úr 2 sítrónum.
Matarlímið er bleytt upp og látið bráðna. Eggjarauðurnar eru vel hrærðar með sykrinum
og rifna sítrónuberkinum, síðan sítrónusafanum blandað saman við, þá matarlíminu og að síðustu stífþeyttum hvítunum. Hrærið varlega í, þar til ábætirinn fer að stífna, þá er honum hellt í skál og framreiddur með þeyttum rjóma.