Post date: Nov 10, 2010 11:27:6 PM
Þessi uppskrift kemur frá Unni systur.
Innihald
2-4 kjúklingabringur
100 g rjómaostur - með sólþ. tómötum
4 msk rautt pesto
10 stk sólþurrkaðir tóm atar
100 g sveppir
1/4 bolli valhnetur - hakkaðar
Hita ofninn í 180°. Smyrja 20x20 form.
Skerið hverja bringu í tvennt án þess að skera í sundur. Smyrjið hverja bringu með ca. 2 msk af rjómaosti og 2 tsk af pestó og látið 1-2 tómat inn í. Leggið bringurnar saman og festið e.t.v. með tannstöngli. Leggið í smurt eldfast mót. Setjið afganginn af rjómaosti í bitum í fatið ásamt pestó og smá mjólk eða rjóma. Einnig má bæta við sólþurrkuðum tómötum, hnetum, sveppum og hvítlauk. Bakið við 200°C í ca. 30 mín. Berið fram með brauði og hrísgrjónum.