Þessar uppskrift fann ég á netinu, alveg bestu bláberjamúffur sem ég hef smakkað.
Múffur
1 1/2 bolli hveiti
1/2 bolli sykur
1/2 tsk salt
2 tsk lyftiduft
1/3 bolli grænmetisolía
1 egg
1/3 bolli mjólk
1 bolli bláber (fersk eða frosin)
Toppur
1/2 bolli sykur
1/3 bolli hveiti
1/4 bolli smjör
1 1/2 tsk kanill
Hitið ofninn í 200°C.
Setjið hveiti, sykur, salt og lyftiduft í skál. Setjið 1/3 bolla af grænmetisolíu í bollamál, bætið egginu útí og fyllið bollamálið með mjólk. Blandið þessu saman við hveitiblönduna. Blandið bláberjum varlega saman við. Skiptið deiginu niður í 6 stórar múffur eða 12 meðalstórar.
Búið til toppinn með því að blanda öllu saman. Dreifið toppnum yfir múffurnar (toppurinn er of mikill fyrir 6 stórar) og bakið í 20-25 mínútur eða þar til þær eru tilbúnar (30 mín fyrir 6 stórar).