Post date: Nov 10, 2010 10:58:18 PM
Botninn kemur frá pabba en sósan er árangur áralangrar tilraunastarfsemi.
Botn (einn stór)
1-2 tsk þurrger
1/2 tsk salt
1 msk sykur
2 dl vatn - volgt
5 dl hveiti
1 msk matarolía
Leysið gerinn upp í vatninu og bætið salti og sykri saman við. Hrærið helmingnum af hveitinu saman við og bætið olíunni saman við. Hrærið restinu af hveitinu við deigið. Látið hefast í 30 mín.
Sósa (nóg fyrir 2 botna):
1 dós niðursoðnir tómatar
2 msk tómatamauk
1 tsk sykur
1 tsk salt
1 tsk basil
1 tsk origano
1 tsk persilja
1 tsk chilipipar
1 tsk paprikuduft
3 msk matarolía
2 hvítlauksrif pressuð
- pipar
Setjið allt í pott og látið malla í 10 mín. Kælið og smyrjið á botninn.