Post date: Nov 10, 2010 10:19:54 PM
Þetta er í miklu uppáhaldi hjá Óla og Unni.
1 egg
3 dl sykur
2 bananar - maukaðir
1 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
5 dl hveiti
Þeytið egg og sykur vel saman. Maukið bananana og hrærið þeim saman við eggjablönduna. Setjið þurrefnin í skál og blandið saman. Hrærið hveitiblöndunni varlega saman við eggjahræruna. Setjið í form sem rúmar 1 1/2 lítra. Bakið í 45 mín við 200°C.