Post date: Mar 25, 2011 9:32:26 AM
2 laukar skornir fínt
2 dósir hakkaðir tómatar í dós
1 ferna tómatapurre (fínt hakkaðir tómatar)
1 lítil dós tómatapaste
1 msk sykur
1 tsk sjávarsalt
1/2 tsk pipar
1 msk þurrkuð steinselja(parsley)
1/2 tsk timian
1/2 tsk oregano
1/2 tsk basill
1/2 tsk rósmarín
1 tsk hvítlauksduft eða 3 hvítlauksrif
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
1/4 kjúklingateningur
Smá pepperóni smátt saxað (20-40 g)
Laukarnir steiktir upp úr smá olíu í potti þar til þeir eru orðnir glærir þá er öllu tómatagumsinu blandað saman við og suðan látin koma upp. Lækkið undir (~1/6 af hæsta hita) og bætið restinni saman við ásamt 1 bolla af vatni. Látið malla í að minnst klst. Gott er að gera sósuna dálitið áður þ.a. hún fái að standa eitthvað. Síðan er hún hituð upp og notuð t.d. með ítölskum kjötbollum.