Post date: Nov 10, 2010 5:54:41 PM
Þetta er uppskrift úr Ostalyst sem ég er búin að breyta smá því að ef það er
eitthvað sem ekki er til í vínskápnum hjá mér er piparmintu- og kakólíkjör.
Botn
1/4 bolli smjör, brætt
1 1/4 bolli mulið súkkulaðihafrakex
Smjöri og kexmylsnu er blandað saman og þrýst í botninn og upp með hliðinni á
22 cm smelluform. Setjið í ísskáp meðan verið er að gera kökuna.
Kaka
400 g rjómaostur
2/3 bolli sykur
1-2 tsk piparmintudropar
3 dropar grænn matarlitur
2 egg
Mýkið rjómaostinn og blandið öðru sem á að fara í kökuna við hann. Hellið yfir
kexmylsnuna. Bakið í 50-60 mínútur við 175°C. Það má ekki baka með blæstri.
Kælið áður en kremið er sett yfir.
Krem
120g rjómasúkkulaði
1/2 bolli sýrður rjómi
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, takið af hitanum og blandið sýrða rjómanum
saman við. Smyrjið kreminu á og látið standa í kæli í 3-4 klst.
Hægt er að geyma kökuna í kæliskáp í u.þ.b. 2 vikur.