Post date: Nov 10, 2010 10:23:43 PM
Þetta er uppskrift sem ég nota alltaf.
1 1/2 - 2 tsk þurrger
1 msk sykur
1 tsk salt
1 1/2 dl jógúrt - má nota AB-mjólk eða súrmjólk
1/2 dl vatn - heitt
2 bollar hveiti
2 msk smjör eða olía - brætt
Leysið gerinn upp í volgri blöndu af vatni og jógúrt og bætið salti og sykri saman við. Hrærið helmingnum af hveitinu saman við og hellið smjörinu saman við. Hrærið restinu af hveitinu við deigið. Látið hefast í 30 mín. Mótið 6 brauð sem eru 20 cm í þvermál bleytið báðar hliðar (auðveldara að ná brauðinu af plötunni) og skellið beint á plötu inn í ofn undir grill. Grillið þar til komnir eru nokkrir brúnir flekkir á brauðið. Skafið af plötunni með spaða. Það er með þetta eins og annað "ekki panika" þó að brauðið fari ekki af plötunni strax - bíðið bara í nokkrar mínútur.
* Einnig er hægt að "steikja" brauðið á pönnu þá er brauðið ekki bleytt heldur skellt á funheita pönnuna.