Post date: Nov 21, 2010 2:22:5 AM
Þessi uppskrift var í jólablaði morgunblaðsins árið 1953. Amma hans Óla, hún Ingibjörg hefur gert þennan graut reglulega á jólunum síðan.
2 blöð af matarlími
Hrísgrjónagrautur úr 3/4 L mjólkur og 90 gr af hrísgrjónum
60 gr af sykri
25 gr af möndlum
4 dl þeyttum rjóma
Hrísgrjónagrauturinn er látinn kólna og sykrinum hrært saman við. Möndlurnar eru afhýddar og gróft saxaðar, þeim og rjómanum blandað saman við og að lokum matarlíminu. (Matarlímið látið í vatnsbað, svo brætt með 1 msk af heitu vatni).
Þetta framreiðist með ávaxtasósu:
2 1/2 dl sætri hindberjasaft, ribsberjasaft eða bláberjasaft.
2 1/2 dl vatn
15 gr kartöflumél
Kartöflumélið er hrært út í litlum hluta vatnsins - saftin og vatnið sem eftir er, látið sjóða og kartöflumélinu hellt út í undir suðunni, eða um leið og potturinn er tekinn af. Gætið þess að hræra vandlega í.