1 svínabógur
2 svínateningar
2 lítrar af heitu vatni
Salt og pipar
Rósmarín helst ferskt.
Ég set svínabóginn alltaf í frysti þegar ég hef keypt hann til þess að það sé auðveldara að skera í skinnið. Þegar hann hefur verið úti í 1-2 klukkutíma tek ég beittan hníf og sker rákir í gegnum skinnið og hluta fitunnar en reyni að fara ekki niður í kjötið. Rákirnar eru með ca. 0,5 cm millibili. Bógurinn er soðinn með puruna niður í ofnpotti í 200°C heitum ofni í 25 mínútur.
Bógurinn tekinn út, saltaður og reynt að setja vel í rákirnar. Hann saltaður og pipraður og rósmarín helst ferskt troðið í rákirnar. Reynt að búa til pínulítil göt t.d. með tannstöngli og troða ofan í kjötið. Saltið og piprið hliðarnar. Setjið:
Síað soðið sem svínakjötið var soðið í
1 stk. laukur skorinn í 8 bita
4 stk. gulrót
20 piparkorn
2 lárviðarlauf
2 hvítlauksrif skorin í 4 bita hvert
1 grein rósmarín
ofan í ofnpottinn og setjið bóginn ofan á pottinn á grind. Hitið í 150°C heitum ofni í 2 klst (fer eftir stærð á bógi ca 4 klst ef hann er 4 kg) eða þar til kjarnhitinn 70-77°C. Bæta við vatni ef þarf.
Setjið svo á grill í nokkrar mínútur til þess að puran "poppist". Passið að brenna hana ekki. Gætið þess að ekki sé halli á purunni þ.a. hún poppist jafnt. Hægt er að setja álpappír undir bóginn ef hann er mis þykkur.