Post date: Nov 10, 2010 11:5:15 PM
Þessi ísuppskrift kemur frá Ernu vinkonu mömmu en núggat-hnetan er frá Jamie Oliver.
Innihald
Núggat-hnetur:
200 g Heslihnetur
200 g Strásykur
3-4 msk Vatn
Olía - Til að pensla form með
Heslihneturnar eru ristaðar í pönnu þar til hýðið fer að losna af. Losið restina af hýðinu af hnetunum þegar þær eru ornðnar volgar með því að nudda þeim milli handanna. Blandið sykri og vatni saman við í potti og hitið (verður að vera hár hiti annars kólnar blandan og verður ekki gullinbrún). Þegar karamellan er orðin gullinbrún, er hnetunum hellt varlega út í. Blandan hituð áfram í eina mínútu, hrærið í á meðan. Blöndunni er hellt á disk eða í form sem hefur verið smurður með olíu. Hún er látin standa í hálftíma en svo möluð í hakkavél.
Ís:
4 eggjarauður - salmonellufríar
3/4 dl sykur
5 dl rjómi
Rjómin er stífþeyttur. Sykrinum er blandað saman við eggjarauðurnar í smáskömmtum og hrært vel á milli. Rjómanum er blandað varlega saman við eggjahræruna. Muldu núggat-hnetunum er svo bætt útí varlega, ekki þarf að setja allt útí hægt er að geyma svolítið til að nota sem skraut. Ísinn er settur í form og inní ísskáp yfir nótt.