Post date: May 07, 2011 10:54:42 PM
Bökuskel:
200 g hveiti
smá salt
100 g smjör
kalt vatn
Allt nema vatnið sett í hrærivél/matvinnsluvél og blandað vel saman ( líka hægt að hera í höndunum). Bætið köldu vatni útí í dropatali þar til deigið verður samanhangandi. Kælið og fletjið svo út og klæðið smurt bökuform.
Fylling:
1 laukur
5 sveppir
3 egg
1 1/2 bolli mjólk eða rjómablanda
75 g bragðmikill ostur, rifinn smátt
1/2 tsk timian
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
Saxið laukinn og sveppi smátt og steikið í olíu þar til laukurinn er orðinn glær og mjúkur. Setjið í botn bökuformsins. Þeytið saman egg og mjólk, og setjið svo 3/4 af ostinum og kryddið útí. Hellið yfir laukinn. setjið restinni af ostinum yfir.
Bakið í ofni við 190°C í um 40 mín eða þar til bakan er orðin stíf.