Post date: Jan 10, 2011 11:14:44 PM
Botn
1 bolli hveiti
1/2 bolli sykur
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
70 g mjúkt smjör
1 egg
Setjið þurrefnin í hrærivélaskál og hrærið vel. Skerið smjörlíkið í 4 hluta og setjið ofan í skálina. Hrærið þar til smjörið er algjörlega horfið. Bætið egginu við og mótið deig. Þjappið í botn á bökuformi sem er 24 cm í þvermál.
Fylling
225 g rjómaostur
425 g grasker (úr dós fæst í Hagkaup frá Lybby´s) eða 425 g soðin sæt kartafla stöppuð
3 egg
120 g bráðið smjör
2 bollar flórsykur
1 tsk vanilla
1 tsk kanill
1/2 tsk negull
Sjóðið sætar kartöflur ef þær eru notaðar. Þær geta verið með tægjum þ.a. ef þið viljið losna við það er gott að kreista í gegnum sigti.
Hrærið saman rjómaost og grasker/sætar kartöflu fullkomnlega saman. Bætið við eggi og smjöri og hrærið vel. Bætið við flórsykri, vanillu, kanill og negul og hrærið vel. Hellið hrærunni yfir botninn og bakið í 40-50 mín við 175°C. Gætið þess að ofbaka ekki því miðjan á að vera blaut.