Þetta er helmingur af uppskrift frá Ingibjörgu ömmu hans Óla. Hún bakaði rúgbrauðið alltaf í sömu dósinni og var með hana inni í ofni í 10-12 tíma. Þessi uppskrift er bökuð í mjólkurfernum í 6-7 tíma.
2 msk ger
1 L mjólk
350 g púðursykur
2 tsk salt
800 g rúgmjöl
150 g heilhveiti
100 g hveiti
Leysið gerið upp í mjólkinni, bætið saltinu og púðursykrinum saman við og látið bíða í 5 mín. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið. Setjið deigið í 4 fernur, rúmlega 550 g í hverja. Best er að nota undarennu- eða fjörmjólkurfernur þar sem þær eru stífari en nýmjólkur- og léttmjólkurfernur.
Bakið við 110°C í 6-7 tíma.
Það myndast skorpa á toppnum sem gott er að skera af og nota í brauðsúpu.