Post date: Jan 17, 2011 10:38:30 PM
Þetta er stór uppskrift í 25x35 cm form.
Kaka
1,5 bollar maukaðir bananar
2 tsk sítrónusafi
3 bollar hveiti
2 tsk vanillusykur
1,5 tsk matarsódi
0,25 tsk salt
170 g smjörlíki/smjör
2 bollar sykur
3 stór egg
1,5 bolli súrmjólk
Mauka banana og blanda sítrónusafa saman við. Blanda þurrefnunum saman í skál. Þeytið saman smjörlíki og sykur og bætið svo eggjunum saman við einu í einu. Hrærið hveitiblönduna og súrmjólk til skiptins saman við eggjahræruna. Að lokum er bananamaukið hrært saman við.
Setjið í form og bakið við 140°C í rúma 1 klst (gæti þurft lengri tíma) eða þar til pinni kemur hreinn úr kökunni ef stungið er í hana. Setjið kökuna strax í frysti í 45 mínútur. Þetta á að halda rakanum inni í kökunni og gera hana ofurmjúka.
Krem
Þetta er líka stór uppskrift af kremi en þetta er gott krem þ.a. það er ekkert verra.
110 g smjör
225 g rjómaostur
1 tsk vanillusykur
ca 1 pk af flórsykri
Hrærið saman smjör og rjómaost þar til blandan er mjúk. Bætið þá vanillusykri útí og setjið flórsykurinn í smá skömmtum útí einnig. Hrærið á háum hraða í smá tíma eftir að búið er að setja flórsykurinn útí til þess að kremið verði loftkennt og flott.