Hægt að setja í 6 bolla sem eru 7 cm í þvermál og 4-5 cm háir
3 bollar rjómi
1/2 bolli sykur
1,5 bolli rifsber - hreinsuð
1,5 bolli jarðaber söxuð
4 matarlímsblöð
Hreinsið rifsberin og saxið jarðaberin setjið í skál og hellið sykrinum yfir látið sitja í 30 mín. Setjið rjómann í pott og hitið yfir lágum hita, hrærið berjablöndunni útí og hitið þar til fer að rjúka úr blöndunni (77°C) ekki sjóða. Takið rjómablönduna af hellunni og látið standa í 30 mín. Hitið aftur þar til fer að rjúka úr blöndunni (77°C). Setjið matarlímið í bleyti í köldu vatni. Setjið 6 msk af heitu vatni yfir matarlímsblöðin. Hellið rjómablöndunni í gegnum sigti ofaní matarlímið og hrærið svo í. Reynið að ná sem mestum vökva úr berjablöndunni án þess að kreysta hana of mikið. Rjómablönduvökvinn er rétt minna en 9 dl sem er alveg passlegt fyrir 4 matarlímsblöð.
Setjið í ramekin bolla, stóra skál eða plastbolla. Gott er að smyrja bollana að innan með bragðlausri olíu.
Það tekur nokkra klukkutíma fyrir panna cottað að hlaupa.
Gott er að gera panna cotta dagin áður það er borðað.