Post date: Nov 20, 2010 8:39:6 AM
1 kg kjúklingabringur
2 kúrbítar
1 tsk þurrkuð minta
1 tsk rósmarín
1 chili
3 geirar af hvítlauk
6 vorlaukar eða 5 cm af púrrulauk
safi af einni sítrónu (ca 2 msk) og
börkur af einni sítrónu
salt og pipar
olífuolía (ca. 3-4 msk)
Takið fræin og hvíta hlutan innanúr chiliinu, skerið hvítlaukana og vorlaukana. Blandið öllu nema olíunni vel saman í lítilli matvinnsluvél (hakkara). Setjið gumsið í skálina/boxið sem á að marinera í og blandið olíunni saman við.
Skerið bringurnar í hæfilega bita og marinerið í 1-24 klst.
Látið ca. 6 spjót liggja í vatni til þess að þau brenni síður á grillinu.
Skerið kúrbítinn í ræmur með ostaskera og sjóðið í nokkrar mínútur til að mýkja hann.
Setjið kjúklingabitana á spjótið og vefjið kúrbítsræmunum með.
Grillið.
Gott að hafa með grillaðar sætar kartöflur, slat og kalda sósu.