Post date: Nov 10, 2010 11:12:58 PM
Þetta er uppskrift úr Ostalyst 3.
Innihald
1 msk þurrger - eða 25 g pressuger
0,75 dl sykur
1 tsk salt
2,50 dl mjólk - volg
75 g smör - brætt
400 g hveiti
Fylling:
50 g smjör - brætt
0,75 dl sykur
4 msk kanill
Síróp:
25 g smjör
1/4 bolli púðursykur
1 msk síróp
1 msk vatn
saxaðar valhnetur - má sleppa
Leysið gerið upp í volgri mjólkinni. Bætið salti og sykri út í. Setjið helminginn af hveitinu út í, hrærið og bætið svo smjörinu saman við. Blandið restinni af hveitinu saman við og hrærið vel. sejið í skál og látið hefast á hlýjum stað í 30-40 mín.
Blandið saman sykri og kanil í fyllinguma. Fletjið deigið út í ferkantaða ílanga köku. Penslið með bræddu smjöri og stráið kanelsykri yfir. Rúllið deiginu upp frá breiðari endanum. Skerið rúllurna í sneiðar, raðið þeim í smurt eldfast mót (20 cm x 25 cm), hafið smá bil á milli. Látið hefast í 30 mín með klút yfir.
Hitið ofninn í 225°C. Hitið allt saman sem í sírópið á að fara. Bakið snúðana í u.þ.b. 10 mín., hellið þá sýrópinu og hnetunum yfir og bakið áfram í 10 mín.