Post date: Jan 31, 2011 10:52:8 AM
Botn
5,5 dl hveiti
1,5 dl sykur
175 g smjör
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
2 dl AB-mjólk/jógúrt
1 tsk möndludropar
1 egg
Myljið saman hveiti, sykur og smjör þar til það er næstum samanhangandi. Takið frá 2 dl fyrir "Ofaná".
Bætið við lyftidufti, matarsóda, salti, AB-mjólk, möndludropum og eggi og hrærið vel saman.
Setjið deigið í 25 cm (böku)form og látið ná 3-4 cm upp á hliðarnar (búa til dæld til að koma ostalaginu fyrir).
Ostalag
225 g rjómaostur
1/2 dl sykur
1 egg
1,5 dl sulta / (2 dl ber + 1/2 dl sykur)
Blandið öllu vel saman nema ef notuð eru ber hrærið þá rjómaostinn, sykurinn og eggið vel saman.
Hellið ofaná botninn og stráið berjunum jafnt yfir.
Ofaná
1/2 dl sneiddar/hakkaðar möndlur
+2 dl mulningur frá botninum (sjá að ofan).
Blandið saman og myljið yfir rjómaostblönduna.
Bakið við 175°C í 45-55 mín.