Bearnaise sósa

Eggjarauðurnar þeyttar vel og lengi eða þangað til þær verða að þykku kremi. Smörið brætt með Fáfnisgrasinu saltinu og piparnum. Edikinu bætt svo út í  heitt smjörið í lokin og þetta látið kólna smá.  Smjörblöndunni svo bætt rólega saman við eggjarauðurnar meðan þær þeytast í mjög mjórri hægri bunu.

P.s. hægt er að búa sér til Bearnaise Essence með því að steikja lauk/shallot og sjóða svo smástund með hvítvísediki, timian grein og lárviðarlaufi. Laukurinn og kryddin sigtuð frá og edikið svo notað.