Bearnaise sósa
4-5 eggjarauður
250 - 500 gr smjör (allt eftir smekk)
1-2 msk bearnaise Essence eða hvítvínsedik
2 msk saxað ferskt Fáfnisgras - (estraogn eða tarragon) 1 msk af því þurrkuðu
salt og pipar
Eggjarauðurnar þeyttar vel og lengi eða þangað til þær verða að þykku kremi. Smörið brætt með Fáfnisgrasinu saltinu og piparnum. Edikinu bætt svo út í heitt smjörið í lokin og þetta látið kólna smá. Smjörblöndunni svo bætt rólega saman við eggjarauðurnar meðan þær þeytast í mjög mjórri hægri bunu.
P.s. hægt er að búa sér til Bearnaise Essence með því að steikja lauk/shallot og sjóða svo smástund með hvítvísediki, timian grein og lárviðarlaufi. Laukurinn og kryddin sigtuð frá og edikið svo notað.