Leitarhundahópur

Leitarhundar gegna afar mikilvægu hlutverki í leitaraðgerðum. Mjög er vandað til allrar þjálfunar leitarhunda og eru reglulega æfingar til að þjálfa bæði hunda og eigendur.

Allir hundar geta leitað enda er þefnæmi þeirra mikið en þegar rætt er um leitarhunda þá eru þeir skilgreindir út frá sértækri þjálfun sem þeir hljóta.

Leitarhundar eru í grófum dráttum tvenns konar. Annars vegar sporhundar sem notaðir eru til að rekja spor eða slóð eftir týnt fólk og eru þeir látnir vinna eftir lykt frá fötum eða munum í eigu hins týnda. Hins vegar víðavangsleitarhundar sem notaðir eru til að leita að fólki eftir lykt sem berst frá því. Víðavangshundar finna lykt í loftinu og reyna að finna uppruna lyktarinnar en vinna ekki eftir vísbendingum ólíkt sporhundinum. Segja má að veiðieðli hundanna sé grunnurinn að farsælli leit og gengur þjálfun hundanna t.d. mikið út að að vinna með veiðieðlið.

Loppa bregður á leik í Hálendsgæslu Kyndils á Sprengisandi í Júlí 2008