Fjallamennska 1 - námskeiði lokið

Post date: Feb 7, 2011 1:51:54 AM

Undanfarna daga hefur hópur frá Kyndli verið á námskeiði þar sem farið er yfir helstu atriði í fjallamennsku sem nauðsynlegt er að allt björgunarsveitarfólk kunni skil á.

Á námskeiðinu sem var hið gagnlegasta var kennd notkun ísaxar og ísaxarbremsa, línumeðferð, sig og létt klifur, helstu tryggingar í sigi og klifri og mikið lagt upp úr verklegum æfingum. Einnig var mikil áhersla lögð á þekkingu á snjóflóðaleit og farið ítarlega yfir mat á snjóflóðahættu og leit með snjóflóðaýli æfð.