Vetrarferð Kyndils

Post date: Apr 6, 2009 7:37:27 PM

Kyndill hélt á Fjallabak um helgina nánar til tekið í Hvanngil. Farið var á þremur velútbúnum bílum og sóttist ferðin allra jafna vel þrátt fyrir

Meðal verkefna var að finna og grafa upp vélsleða sem hafði bilað helgina á undan á sleðaæfingu Kyndils. Þurfti að grafa sleðann upp og voru engin önnur kennileiti en GPS punktur til viðmiðunar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá var aðeins búið að bæta í snjóinn á þeim tíma sem liðinn var þegar sleðinn var skilinn eftir. Það teljast vera meðmæli með Polaris að sleðinn rauk í gang í fyrstu tilraun.