Sleðaæfing Kyndils 2012

Post date: Mar 5, 2012 4:39:07 PM

Hin árlega sleðaæfing Kyndils var haldin núna um helgina 2. – 4. mars í Hvanngil og voru það rúmlega 30 sleðar sem tóku þátt í æfingunni víðsvegar af landinu. Þar á meðal frá Siglufirði, Kirkjubæjarklaustri, Vík og af öllu höfðuborgarsvæðinu.

Á laugardeginum var byrjað að fara í snjóflóðaleit og svo almennar keyrsluæfingar á vélsleða. Keyrt var svo niður að Álftarvatni, framhjá Skyggni í átt að Laufarfelli og yfir Markarfljót. Þaðan var svo farið í Hvanngil og kveikt í grillinu.

Á laugardagskvöldið kom þyrla Landhelgisgæslunnar GNÁ og farið var í að æfa móttöku þyrlunar í fjallendi í myrkri þar sem notast var við nætursjónaukann. Tveir menn voru svo hífðir upp í þyrluna í kjölfarið.

Á sunnudeginum var kynning á reitarkerfi og keyrt var svo upp að Torfajökul yfir í Strútslaug og Strútsskála, þaðan var svo giljarenningur yfir í Hvanngil.

Sérstakar þakkir fær Arnar Edvardsson fyrir að útbúa grillmat handa þátttakendum æfingarinnar og vill Kyndill þakka öllum þeim sem tóku þátt fyrir góða og skemmtilega æfingu og hlökkum til að sjá sem flesta aftur að ári liðnu.