Jeppaflokkur - jökulæfing

Post date: Jan 19, 2009 8:40:53 PM

Um helgina fóru 6 félagar í Kyndli í æfingarferð á Vatnajökul ásamt jeppaflokkum frá Hjálparsveit Skáta í Garðabæ, Kópavogi og Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Áætlað var að fara upp á Grímsfjall og gista þar tvær nætur.

Við vorum 6 ferðafélagarnir Bjarni bílstjóri Gummi kóari, Gísli, Gummi litli, Íris og Kiddi og hófum ferðina formlega í Árnesi þar sem allir ferðalangarnir söfnuðust saman. Það var talsverð hálka á leiðinni uppeftir og var bíllinn leiðinlegur í fjórhjóladrifinu og rásaði mikið. Fyrsti áfangastaður var skyldustoppið í Hrauneyjum og þaðan var stefnt upp í Jökulheima.

Færðin uppeftir var afar þung, mjög hvasst og fengum við góða æfingu í að moka og losa úr festum í brjáluðu veðri. Þegar færðin fór að þyngjast að alvöru þá tókum við eftir því að bíllinn var allveg hættur að taka á að framanog fór svo að lokum að við dæmdum framdrifið úr leik. Við vorum sammála um að ekki væri ráðlegt að leggja á jökulinn með bilað framdrif svo að það var ákveðið að skilja bílinn eftir og deildum við okkur á hina bílana og héldum áfram upp í Jökullheima.

Færðin var þung og vorum við við vorum kominn í skála Jöklarannsóknarfélagsins í Jökulheimum 4 leitið um nóttina. Við reyndum við jökullinn á Laugardeginum og komumst upp í 1300m hæð þegar við gáfumst upp enda færið þungt og skyggni lítið og fórum niður í jökullheima aftur. Eins og tilheyrir í svona ferðum var sett gott lamb á grillið og var afar góð stemmning í hópnum um kvöldið.

Á Sunnudagskvöldið keyrðum við til baka í Mosfellsbæinn og var Kyndill 1 mun liðlegri í akstri þegar við keyrðum bara í afturdrifinu.

Við vorum öll reynslunni ríkari eftir ferðina og allir voða sáttir við ferðina í heild þó svo að við kæmumst ekki alla leið upp á Grímsfjall.

Við kynntumst hinum bílahópunum betur og stefnum á að æfa meira með þeim á komandi misserum.

Hér má sjá myndir frá ferðinni: