Fóru á hæsta tind Íslands

Post date: May 10, 2012 5:06:37 PM

Síðastliðna helgi lagði 11 manna hópur úr Kyndli land undir fót og gengu upp á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnjúk (2110 m.y.s.).

Gangan gekk að öllu leyti vel og tók rúma 11 tíma, bæði veður og færð voru þónokkuð góð og ekki laust við að göngumennirnir tóku lit í göngunni. Nokkrir hópar voru á ferðinni á sama tíma og hjálpuðu Kyndilsmenn þeim sem þurftu á aðstoð að halda.

Kyndilshópurinn var blandaður af fjallahóp og nýliðum sveitarinnar og gist var í skálum í Svínafelli þar sem grillað var eftir gönguna.

Hópurinn kom síðan heim á sunnudeginum reynslunni ríkari.

-Mynd: Marcin Kamienski