Útkall F2-Rauður-Neyðarstig: Ferðamaður féll ofan í sprungu á Þingvöllum

Post date: Jan 7, 2014 1:24:51 PM

Mánudaginn 6. janúar var Kyndill boðaður út vegna ferðamanns sem hafði fallið ofan í sprungu nærri Öxarárfossi á Þingvöllum. Maðruinn hafði verið á göngu á svæðinu og stigið í gegnum snjó sem huldi sprungu á svæðinu og féll hann 6-8 metra niður. Til allrar hamingju þá slasaðist maðurinn ekki.

Kyndill var boðaður út til að vera Björgunarfélagi Árborgar innan handar ef á þyrfti að halda. Aðgerðin gekk vel og þurfti okkar hópur ekki að taka beinann þá í aðgerðinni. Sendur var einn hópur á staðinn, alls 6 manns ásamt því að í húsi voru 4 félagar okkar tilbúnir að boða út frekara viðbragð og veita aðstoð ef þess yrði þörf.

Í þessu tiltekna tilfelli hefði getað verið um mun alvarlegra ástand að ræða. Það getur endað illa að falla 6-8m ofan í gjótu í grýttu hrauni og í slíkum tilfellum þá er boðað út meira viðbragð frekar en minna.

Myndin er frá námskeiði í fjallabjörgun