20. Ágúst 2008 - Leitað á Esjunni

Post date: Dec 9, 2008 12:26:00 AM

Erlendur ferðamaður villtist í svartaþoku á Esjunni og komst ekki niður af sjálfsdáðum. Maðurinn sem var í símasambandi við Neyðarlínuna fann ekki leiðina niður á Þverfellshorni og fannst að lokum við Hátind sem er talsvert af leið. Göngumenn frá Kyndli gengu upp Gunnlaugsskarð og leituðu Kistufellið og inn að Hátindi. Fjórhjólahópur Kyndils ferjaði göngumenn að Gunnlaugsskarði og Þverfellshorni.