11. Desember - óveðursútkall

Post date: Dec 12, 2008 3:07:25 PM

Kyndill tók þátt í óveðursútkalli kvöldsins og sinnti verkefnum þar til veðrið gekk niður um miðnætti. Vindur fór í um 55 metra á sek. í verstu hviðunum og því ljóst að um talsvert vont veður var að ræða. Þakplötur rifnuðu af nokkrum húsum og fuku bílar útaf veginum yfir Hellisheiði.

Sjaldan verður brýnt of vel fyrir fólki að huga vel að lausum munum í görðum og ættu allir t.d. að festa grill og aðra muni sem geta valdið skaða ef þeir fara af stað. Alls voru rúmlega 200 björgunarsveitarmenn að störfum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.