Leit í Sandgerði

Post date: Feb 2, 2011 11:21:11 AM

Leit í Sandgerði

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum og af höfuðborgarsvæðinu leita nú manns sem saknað er frá Sandgerði. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því sl. miðvikudag. Hann er á miðjum aldri, búsettur í Sandgerði en með erlent ríkisfang. Í nótt leituðu fimm teymi björgunarsveitamanna með leitarhunda á svæðinu en hundarnir ná bestum árangri þegar áreiti er lítið frá umhverfinu. Sú leit bar lítinn árangur. Í morgun var síðan hafin leit innanbæjar í Sandgerði og nánasta umhverfi þorpsins auk þess sem kafarar leita í höfninni. Um 70 manns úr björgunarsveitum taka þátt en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi þegar líða tekur á daginn. Veðurspá dagsins er óhagstæð, gert er ráð fyrir snjókomu eða slyddu á svæðinu og miklum vindi eða 20-25 m/sek.Tekið frá SL