Slasaður maður undir Þverfellshorni

Post date: Mar 8, 2009 12:55:48 AM

Kyndill var kallaður út þar sem göngumaður hafði fótbrotnað undir Þverfellshorni um kvöldmatarleitið. Kyndill 1 með tveimur í áhöfn og tveir fjórhjólamenn brugðust skjótt við ásamt nágrannasveitinni Kili á Kjalarnesi og keyrðu upp í áttina að slysstað. Svo vel vildi til að einn Kyndilsmaður var á göngu nokkur hundruð metrum neðar í fjallinu og var því kominn fyrstur á vettvang til hins slasaða stuttu eftir að útkallsboð bárust. TF Gná þyrla Landhelgisgæslunnar sótti síðan manninn eftir að hlúð hafði verið að honum í fjallinu.