Tækjamóti Landsbjargar að Fjallabaki lokið

Post date: Mar 18, 2013 11:58:37 AM

Helgina 15-17 mars var haldið tækjamót Landsbjargar inni á Fjallabaki. Kyndill sendi 2 jeppa, 2 fjórhjól, 1 buggy bíl og 5 sleða. Í heildina voru á svæðinu um 35 jeppar 45 sleðar, 3 snjóbílar, frá björgunarsveitum af öllu landinu.

(Jeppaflotinn við Strútslaug)

Tækjamótið tókst vel í alla staði og sá Kyndill um skipulagningu fyrir sleðana og stjórnaði æfingunum fyrir þá. Einnig tók Kyndill að sér að elda ofan í allan mannskapinn eða um 150 manns. Voru það meistarakokkanir Arnar Linden og Stefán Gröndal sem stóðu vaktini við grillið og grilluðu ófá kílóin af lambalæri. Með lambinu var boðið upp á villisveppasósu, bernéssósu, hrásalat og kartöflusalat.

(Arnar og Stefán voru grillmeistarar helgarinnar)

Við fengum frábært veður alla helgina, sól og blíðu og þegar að kvölda tók fengum við mikið sjónarspil norðurljósa og stjörnubjarts himins.

(Mælifell norðan Mýrdalsjökuls)