Vel heppnuð Ljósaganga í Esjunni

Post date: Nov 18, 2012 10:29:34 AM

Um helgina var hin svokallaða Ljósaganga í Esjunni. Þetta var í þriðja sinn sem þessi ganga er haldin en fyrir göngunni stendur Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð og talið er að um 60 manns hafi tekið þátt í göngunni í ár.

Fólk safnaðist saman við Esjuhlíðar og lagði af stað upp fjallið um klukkan 15:30. Frá Steini var svo lagt af stað niður um klukkan 17:00 en þá voru allir búnir að kveikja á ennisljósunum sínum og myndaðist ótrúlegur ljósafoss í rökkrinu.

Það var mikil hálka á leiðinni og var Kyndill í á staðnum til að aðstoða fólk að komast klökklaust leiðar sinnar.

Allir komu svo saman í Esjustofu þar sem boðið var uppá að gæða sér á vöfflu og heitu súkkulaði eða kaffi undir harmonikkuleik.

Kyndill þakkar kærlega fyrir sig og eru stoltir að fá að vera hluti af góðu framtaki.