Leit að göngumanni á Eyjafjallajökli

Post date: Jan 29, 2011 7:56:02 AM

Björgunarsveitin Kyndill var kölluð út í gærdag, fimmtudaginn 27. febrúar, til leitar að þýskum ferðamanni sem saknað var eftir að tveir félagar hans urðu viðskilja við hann. Maðurinn hafði ásamt félögum sínum gengið upp á toppgíg Eyfjallajökuls en týndi félögum sínum á leið niður. Björgunarsveitarmenn leituðu mannsins í gærkvöld og fram á morgun en hópur sleðamanna, m.a. sleðamenn frá Kyndli, fundu manninn um kl. 06.00 í morgun, austan við gígbrún Eyjafjallajökuls. Aðstæður á vettvangi voru afar slæmar, jökullinn mjög varasamur, éljagangur og skyggni lélegt. Maðurinn var við nokkuð góða heilsu þrátt fyrir að vera orðinn kaldur og kominn með kalsár á fingrum. Alls tóku 150 björgunarmenn þátt í leitinni, en frá Kyndli tóku 7 manns þátt, þar af 3 sleðmenn.