Undirbúningur fyrir hálendisvaktina stendur sem hæst

Post date: Jul 14, 2013 6:07:46 PM

Undirbúningur fyrir hálendisvaktina þetta árið er í fullum gangi. Það er að mörgu að huga þegar að farið er út úr bænum í 7 daga með 10 manns, tvo bíla og tvö fjórhjól.

Við munum vera inni að Fjallabaki 28.07.2013 - 04.08.2013 og þið ykkar sem eigið leið um svæðið endilega komið og spjallið við okkur. Við verðum með bækistöð í Landmannalaugum og svo munu tækin okkar og mannskapur vera á ferðinni á svæðinu.

Við eigum góða bakhjarla sem styrkja okkur með því að gefa okkur mat og drykki fyrir þessa sjö daga, má þar nefna eftirfarandi fyrirtæki:

Kjötbúðin, www.kjotbudin.is

Mjólkursamsalan, www.ms.is

Vífilfell, www.vifilfell.is

Matfugl, www.matfugl.is

Olis, www.olis.is

Einnig viljum við benda ferðalöngum á vefinn www.safetravel.is þar sem er að finna gagnlegar upplýsingar og einnig er hægt að leggja þar inn ferðaplan ef ferðinni er heitið yfir hálendið