Post date: Jun 11, 2011 1:22:50 AM
Utanvegahlaup í Mosfellsbæ
Laugardaginn 11.6.2011. Hlaupið hefst kl. 10:00 við Varmárlaug í Mosfellsbæ. Hlaupið er utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar og komið aftur í mark við Varmárlaug. Leiðin verður merkt með skærlitum flöggum og spreyi á göngustígum.
Boðið verður upp á þrjár mismunandi vegalengdir
Verðlaun fyrir 3 fyrstu sæti karla og kvenna í öllum vegalengdum
Þátttakendur eru að öllu leyti á eigin ábyrgð í hlaupinu.
Smellið á myndina til að fá kort í stærri upplausn